<$BlogRSDUrl$>

Tuesday, September 20, 2005

Reykjavík 19. september 2005Kæri klúbbmeðlimur

Við vonum að þú sért orðin spennt og tilbúin í mikla skemmtun og prógramm á helginni.
Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning fyrir þennan merka atburð sem það er að undirritaðar skipuleggi helgina og hér koma helstu upplýsingar:

  • Gisting frá föstudegi til sunnudags í bústað númer eitthvað í Svignaskarði í Borgarfirði.
  • Fullt fæði frá laugardagsmorgni til brottfarar.
  • Tekið er eitthvert tilllit til sérþarfa varðandi mat og drykk en þeir sem ekki borða lambakjöt eru vinsamlega beðnir um að taka nesti með að heiman, (sjá matseðil á heimasíðu klúbbsins).
  • Eins er fólki ráðlagt að taka með sér áfengi ef slíkt skal hafa um hönd.
  • Boðið er upp á að kaupa Subway fyrir meðlimi í leiðinni uppeftir en sú þjónusta er ekki innifalin í verði.

Meðferðis skulu klúbbmeðlimir hafa:
Gúmmíhanska, gúmmískó, húfurnar góðu, regnhlíf, Stellu í orlofi, skemmtileg spil, sængurföt, sundföt og allt þetta sama og vanalega - ekki gleyma útivistarfatnaðinum.


Vinsamlega leggið inn fyrir útlögðum kostnaði kr: 4.500
á bankareikning 0528-26-2999 kt: 030276-2999


Með kveðju frá undirbúningsnefnd SG
HS, SGF og SHG


Comments: Post a Comment

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)