<$BlogRSDUrl$>

Wednesday, August 17, 2005

Duglegar að blogga eða þannig.....

Jæja stúlkur, við erum nú ekki að standa okkur á þessari síðu okkar! Höfum ekkert skrifað síðan fyrir grillhelgina góðu. Ég verð nú að reyna að bæta eitthvað aðeins úr því.... hvað á ég svo sem að segja...hmmmm

Nú grillhelgin heppnaðist bara vel og held ég að allir hafa komið sáttir frá henni, meira að segja við gikkirnir í hópnum:) Yfir er tvímælalaust leikur helgarinnar og Sigurbjörn söngvari helgarinnar. Það er ekki spurning að þetta verður endurtekið, hvort sem er að ári eða síðar.

Nú fer nú að styttast í sumarbústaðarferðina okkar árlegu og það er spurning hvort að nefndin sé eitthvað farin að spá í stað og stund, og reyna að finna helgi sem hentar sem flestum.

Nú vegna mikils hagnaðar í klúbbnum síðastliðins árs, (klúbbmeðlimir duglegir að leggja inn á ferðareikninginn okkar) höfum við fk ákveðið að skella okkur á hina árlega matarklúbbahátíð í köben. En þar sem við óttumst mikis áreitis erlendis vegna hve vinsæll klúbburinn hefur verið um heim allan ákváðum við að taka með okkur svo sem 3 lífverði til að við komumst heilar heim úr þessu ferðalagi. Við byrjum á því að fljúga til köben,og þaðan keyrum við beint til þýskalands og stoppum þar í tvo daga og er ætlunin að kynnast þýskri matarklúbbamenningu áður en við höldum aftur til köben.

en þetta er nú orðið gott í bilim vona að fleiri sjái sér fært að skella inn nokkrum línum,
kveðja
halldóra

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)