<$BlogRSDUrl$>

Thursday, July 14, 2005

Grillhelgin að fara að skella á!!

Jæja nú styttist óðum í samkomu okkar gellna og er veðrið hér á Ísó í samræmi við það en hér er sko brakandi blíða og verður vonandi alla helgina.
Ég held að allt stefni í nokkuð góða mætingu og sennilega 100% hjá okkur gellunum, en ég var reyndar að frétta að hinn formaðurinn sé komin með einhvern flensuskratta í borginni en það verða bara allir að krossleggja fingur í dag og vona að hún hressist hið snarasta!!
Svo er líka nóg um að vera hérna um helgina þar sem siglingardagarnir eru í gangi eða útilífvera eins og þetta heitir víst nú og er setning í dag kl fimm á torginu óg ég hvet þær gellur sem eru í bænum að láta nú sjá sig á torginu.

Annars er nú lítið að frétta héðan frá ísó, við hittumst nú nokkrar gellur fyrir tveim vikum þegar Kata var stödd hér á ættarmóti og það var hörkufjör, við Sigrún misstum nú reyndar af restinni af partýinu þar sem við "unglingarnir" gátum ekki sleppt því að skella okkur á stuðmannaball í víkinni.
Vonandi finnum við okkur flíspeysur á helginni en Sigrún er held ég búin að redda okkur einhverjum prufum sem við getum svo skoðað á helginni.
jæja þetta er nú orðið nóg röfl í mér, ég hlakka bara til að hitta ykkur öll
kveðja úr gjaldkerastúkuni
Halldóra

Comments: Post a Comment

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)