<$BlogRSDUrl$>

Thursday, July 14, 2005

Grillhelgin að fara að skella á!!

Jæja nú styttist óðum í samkomu okkar gellna og er veðrið hér á Ísó í samræmi við það en hér er sko brakandi blíða og verður vonandi alla helgina.
Ég held að allt stefni í nokkuð góða mætingu og sennilega 100% hjá okkur gellunum, en ég var reyndar að frétta að hinn formaðurinn sé komin með einhvern flensuskratta í borginni en það verða bara allir að krossleggja fingur í dag og vona að hún hressist hið snarasta!!
Svo er líka nóg um að vera hérna um helgina þar sem siglingardagarnir eru í gangi eða útilífvera eins og þetta heitir víst nú og er setning í dag kl fimm á torginu óg ég hvet þær gellur sem eru í bænum að láta nú sjá sig á torginu.

Annars er nú lítið að frétta héðan frá ísó, við hittumst nú nokkrar gellur fyrir tveim vikum þegar Kata var stödd hér á ættarmóti og það var hörkufjör, við Sigrún misstum nú reyndar af restinni af partýinu þar sem við "unglingarnir" gátum ekki sleppt því að skella okkur á stuðmannaball í víkinni.
Vonandi finnum við okkur flíspeysur á helginni en Sigrún er held ég búin að redda okkur einhverjum prufum sem við getum svo skoðað á helginni.
jæja þetta er nú orðið nóg röfl í mér, ég hlakka bara til að hitta ykkur öll
kveðja úr gjaldkerastúkuni
Halldóra

Monday, July 11, 2005

Til hamingju með daginn í dag Sirrý Flosa!!!
Sjáumst svo vonandi um næstu helgi á Ísó!!!
Kveðja Sirrý

Sunday, July 10, 2005

Styttist í grillhelgina miklu!!
Já stúlkur nú styttist óðum í grillhelgina í holtahverfinu. Það er bara vonandi að veðurguðirnir verði með okkur þessa helgina, við eigum það nú alveg inni hjá þeim finnst ykkur það ekki....
Ætla bara að láta bréfið sem skipuleggjendur helgarinnar sendu út fylgja með hérna svo allir muna eftir öllu sem á að taka með ef einhver fer ennþá inn á þessa síðu:)
Hlakka til að sjá alla.......
Grillhelgi 16.-18. júlí

Koma með:
*Kallana (þeir sem vilja koma)
* Börnin (þau sem vilja koma)
* Góða skapið
* Barnið í sjálfum þér
* Húfurnar (grænu og bláu)
* Strigaskó
* Gönguskó
* Regngalla
* Stígvél
* Góð útivistarföt þar sem allra veðra er von
* Myndavél
* Fara í mjólkurbúðina!!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)