<$BlogRSDUrl$>

Saturday, December 04, 2004

Hello girl´s
erum loksins búnar að sjóða saman einhverri ferðasögu,en ákváðum við að hafa hana í nokkrum pörtum, þannig að við mælum með að skrolla bara niður og byrja á byrjunninni.
Þessi ferðasaga er ekki ritskoðuð og ábyrgjumst við ekki innihald hennar 100%, þar sem ákveðin vínsmökkun fór fram áður en ritunin hófst.
Endilega komið með comment á þetta og látið vita ef við erum að gleyma einhverju, allar ábendingar vel þegnar.
vona að þið hafið jafn gaman að lestri sögunnar og við höfðum við gerð hennar, og að þessa frábæra ferð rifjist nú upp fyrir ykkur.
Að lokum viljum við þakka fyrir frábæra ferð og vonum að hinir klúbbmeðlimirnir komist með í næstu ferð, sem verður vonandi farin fljótlega.
see u later...
"The formenns"


Monday.....
Þá er það lokadagurinn
Pakkið var tilbúið frá kvöldinu áður og bara eftir að drössla öllum töskunum sem hafði fölgaði aðeins á meðan á dvölinni stóð niður í lobbý.
Við hengum á snerlinum á MALLINU þegar það opnaði klukkan 10 og þá var byrjað að hlaupa.
Nú átti að klára að versla allt sem hafði verið geymt fram á síðasta dag. Héldum við allar hver í sína átt og voru sumar með lista yfir það sem átti að klára að versla. Hittumst við annað slagið yfir daginn til að bera saman bækur okkar.
Hótel rútan sveik okkur þegar við ætluðum heim á hótel og var því bara tekin leigubíll þangað eins og svo oft áður í ferðinni. Þegar á hótelið var komið var eitthvað rugl með ferðirnar á flugvöllinni og lenntum við í sitthvorri rútunni og farangurinn var útum allt. Fengu sumir klúbbfélagar sjokk þegar sumir í rútunni fóru að tala um tollverðina á Íslandi hvað þeir væru strangir ef þeir ákvæðu á annað borð að skoða í töskurnar væru allir verðmiðar teknir og lagðir saman og borga yrði skatt af því.
Þegar á flugvöllinn var komið voru ekki allir búnir að ganga frá versli dagsins svo það varð svolítið káos svo gekk illa að finna leiðina að inritunarborðinu. Þar voru eftirlitsmennirnir í góðum gír og fannst töskurnar grunnsamlega þungar og svar eins klúbbmeðlimis að hún væri með tvo svarta kærasta í töskunum sem ættu að fara með til Íslands og var það ekkert mál að fá að taka þá með. Því miður fengum við ekki sæti saman en innritunin gekk samt framar vonum. Svo var það bara að strippið að fara úr skóm og taka af sér belti til að komast inn í flugstöðina og þar tók við löng bið. Hún var stytt með því að fá sér að borða og smá öl. Við ákváðum líka að kíkja aðeins í búðirnar og þar var einhver með lögfræðibók sem setti öll þjófavarnarkerfi úr skorðum í flugstöðinni, kerfin bara vildu ekki hætta að bípa.
Ferðin var misjafnlega góð fyrir klúbbmeðlimi enda voru sumir búnir að innbyrða......
Þegar heim var komið voru það þreyttir en ánægðir ferðalangar sem örkuðu í gegnum fríhöfnina, en vorum við samt misjafnlega grunnsamlegar í augum tollvarðanna og þurftu sumir að fara í meira tjekk en aðrir.....
Íslenskur veruleiki tók svo hressilega á móti okkur þegar út úr Leifsstöð var komið með ískulda og snjó.

Sunday....
Sunnudagurinn var nú tekin missnemma enda voru ekki allar búnar að fara í hið fræga Wall Mart og sváfu svefnburkurnar allveg til klukkan tíu( algjör glæpur í útlöndum).
Stefnan var tekin hjá verslunarsjúklingunum á Wall Mart og var sko liðið mætt fyrir níu, (þetta var nú engin skemmtiferð), voru körfurnar vel fylltar og Wall Mart metið hennar Heiðu slegið og það af manneskju sem á ekki einu sinni börn, en Wall Mart átti víst að vera þekkt fyrir að vera góð barnafatabúð. Klósettin á Wall Mart voru tékkuð út og ofbauð sumum starfsfólki þar notkun þeirra.
Músagildrum var laumað í einhverjar körfur og kom svo seinna í ljós að ekki var vanþörf á þeim. Afgreiðslukonan í Wall Mart fannst ansi magnað hvað við versluðum mikið og spurði hvort allt væri svo dýrt á Íslandi, common 16 rakvélablöð!!!!!!!!!!
Var svo farið og hitt svefnburkurnar á stjörnutorginu í MALLINU og voru sumir komnir með afsláttarkort í Taco Bell.
Var nú ákveðnir formaður tekin í gegn af öðrum formanni fyrir lítið versl, og var Visa frændi notaður óspart þennan dag og pokunum fjölgaði ört. Einhverjir þurftu þó að kaupa sér nýjar ferðatöskur, og má þar segja að málshátturinn "betra seint en aldrei" eigi ekki allveg við!
Var planið að sjá eitthvað annað en MALL OF AMERICA um kvöldið og endaði verslunardagurinn því í fyrri kantinum (allavega á mælikvarða hjá sumum).
Planið var að fara í byen og tékka á mannlífinu þar, finna einhvern góðan matsölustað. Leigubílsstjórinn var nú ekki viss um hvert hann ætti að fara með okkur en endaðum við einhversstðar down town.
Hittum við fyrir allskonar lýð þar, og var það nú ekki eitthvað fyrir okkur prinsessurnar from ICELAND og var því stefnan tekin á fyrsta veitingarstað sem var til allra lukku staðurinn þar sem Heather var að vinna.
Eignaðist Halldóra góða vinkonu þar (sem hún auðvitað er í sambandi við enn í dag, barnið er komið og var það stúlka, nefnd "Dorha") og kom hún okkur sífellt á óvart með suprise coctailum sem féllu misjafnlega í kramið hjá gellunum.
Maturinn klikkaði þó ekki og er ekki hægt að segja að skorið sé við nög í henni Ameríku. "I just do like that" er setning kvöldsins!
Heather "vinkona" pantaði nú leigubíl fyrir liðið, enda voru sumir orðnir smá ölvaðir (ég meina coctailar á coctaila ofan) og lentum við á leigubílsstjóra dauðans, sem leit ekki mjög traustlega út, enda sýndi það sig í akstrinum og fór hraðamælirinn ansi hratt upp.
Green mile stóð sko ekki fyrir sínu þar sem búið var að loka barnum þegar heim á hótel kom en var þá bara farið á spjall og síðan pakk þar sem mánudagurinn var heimfaradagur.
framhald.......

Saturday:
Vöknuðum eftir góðan svefn sumir fengu þó martraðir um að við færum ekki í mallið fyrr en klukkan 2 og að hún myndi nudda samferðamenn nefnum náttúrlega engin nöfn í því samhengi ( Sirrý G)
Var nú stefnan tekin á the green mile en gekk nú misjafnlega hjá okkur að komast fram úr. Fengum við nú ekki leiðinlega þjónustustúlku og maturinn var nú ansi misjafn. Ákváðu sumir að prufa eitthvað nýtt og mælum við ekki með wild rice. Stefna var nú tekin á Bestbuy þar sem Sirrý G var nú ekki búin að gleyma erindinu í Sam Goody og náði brosið allan hringinn eftir að hún fann myndavélina sína. Þó var gleðin skammvinn þegar þjófavarnir út um alla Minneapolis fóra að bípa þegar hún ætlaði inn og út úr búðum. Hófst þá hin langa bið eftir leigubílun og varð það til þess að hópurinn tvístaðist. Stjórnaði kátan krullan ferðinni og var farið inn á allar hárgreiðslustofur. Hinn helmingurinn lennt í vandræðum í Wallmart þar sem enginn virtist skilja hvað sentimetrar eru. Fórum á mis en enduðum á að hittast allar á Ruby Tuseday að borða eftir að tækið var búið að bípa ansi oft. Sumir virtust nú yngri en þeir eru og voru beðnir um skilríki til að geta fengið bjór með matnum :) sérstaklega þar sem var nú tveir fyrir einn!!! Fengum alveg rosafínan og mikinn mat þar sem allt er svo stórt í Ameríku.
Vorum við nú ekki hættar verslinu og var nú farið OLD NAVY sem varð besti vinur okkar í þessari ferð (allavega flestra).
Var svo farið heim á hótel og skoðað verslið yfir daginn, og ákveðið videó tekið sem er nú því miður týnt og tröllum gefið sökum fikts hjá ákveðnum klúbbmeðlims, engin nöfn takk!!!
Heiða var nú sigurvegari dagsins í versli þar sem Wall Mart stóð fyrir sínu og einnig fann hún sína uppáhaldsbúð í MALLINU.
Voru það þreyttir verslarar sem lögðust á koddann og dreymdi alla um verslunarplanið fyrir næsta dag, sem átti að hefjast misjafnlega snemma, og þó varð smá ágreiningur um það!!!
framhald.........

Halló gellurnar okkar !!!
Jæja þá er komið að þessum merka atburði að setja inn ferðasögu þessara merku og frábæru ferðar okkar klúbbsins til MALL OF AMERICA !!!
Við byrjum náttúrulega á byrjuninni
Við ákváðum að hittast í hádegisverð á KFC í Hafnarfirði til að magna upp stemminguna og þannig. Fengum fínan kjúlla en náttúrlega gengur ekkert alveg áfallalaust fyrir sig hjá okkur klúbbmeðlimum svo auðvitað var eitthvað að matnum :) en það var ekki Halldóra í þetta skiptið heldur var það Heiða sem fékk hár í sinn borgarar og auðvitað fékk hún nýjan borgara
Svo var bara ferðinni heitið í Leifsstöð og við sem ætluðum að vera svo snemma í því til að fá sæti við neyðarútgang en það þýðir sem sagt ekkert að koma þrem tímum fyrir flug til Ameríku og ætla að fá neyðarútgang heldur þarf maður að sofa á stöðinni um nóttina og mæti í innritun um leið og það opnar. En hvað um það við fengum allavega sæti allar saman og "Hildur" fékk náttúrulega sæti hjá Sirrýunum. Við dvöldum svo í fríhöfninni í þónokkurn tíma og skoðuðum allt sem hægt var að skoða, fengum okkur smá bjór eins og gengur og gerist þegar 6 tíma flug er á næsta leit. Flugferðin var nú upp og ofan hjá okkur og það er nú ýmislegt sem við viljum segjum um hana. Þegar við loksins komumst inn í flugvélina þá var ónýtt sætið hjá Katrínu og það er nú ekkert grín að sitja í ónýtu sæti í 6 tíma. Flugfreyjurnar voru misjafnar og viljum við þakka henni Andreu fyrir ofslega lélega og ólipra þjónustu og þá sérstaklega SirrýG hún er ennþá bólgin á puttunum eftir að hún skellti farangusrýminu fyrir ofan sætið á þá. Hildur var samt hress alla leiðina og sagði stelpunum ævisöguna og margt fleira á leiðinni og var hún einstaklega hrifin af kaupfélaginu um borð. Tveir réttir voru í boði í matinn en þegar það kom að okkur þó að við værum sætaröð 15 þá var einn kjúklingur eftir svo það var nú ekki mikið val. Gulrótakakan sem var í eftirmat fór misvel ofan í samferðamennina sumir fengu aldrei að smakka sína heldur leyfðu gólfinu að bragða á þessari dýrindis köku. Svo var þá náttúrlega snjóvarpið, headsettið og ljósið sem virkuð ekki sem skyldi og efnið í sjónvarpinu var nú ekki upp á marga fiska.
Svo var komið til Bandaríkjana og byrjuðu Sirrý G og Katrín á að eignast mjög góða vinkonu í vegabréfsáritunuinni. Við fengum frábæran leigubílstjóra sem skutlaði okkur á hótelið og spjallaði hann mikið við okkur á leiðinni. Þegar á hótelið var komið áttum við að vera í herbergjum á sitthvorri hæðinni og það var nú ekki alveg að virka svo Sirrý fór í að redda því að við fengum herbergi á sömu hæð og ekki nóg með það heldur var hægt að opna á milli þeirra svo þetta var í rauninni bara eitt stórt herbergi. Að fá öryggishólf gekk nú ekki alveg á best máta en endaði þó vel eftir langan tíma. Hófst þá hin fyrsta ferð í MALL OF AMERICA og töpuðu Halldóra og Sirrý G sér í Victoriu secret og það ekki í síðasta skipti í ferðinni :)
Reynt var eftir fremsta megni að finna matsölustað en þar sem Sirrý G var óð í að finna Sam Goody gekk það heldur brösulega. Á endanum fundum við stjörnutorgið og þar var hægt að fá ýmislegt að borða. Eftir það fórum við bara heim á hótel enda klukkan orðin þrjú um nótt að íslenskum tíma.
framhald...


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)