<$BlogRSDUrl$>

Wednesday, April 28, 2004

Sælar gellur
hvernig er það með meðlimi þessa klúbbs, fyrir utan mig, Sigrúnu og Sirrý, getur enginn skrifað inn á síðuna okkar, þó ekki sé nema nokkrar línur!!!!!!
Ég skil nú ekkert í hinum formanninum, það hefur ekki heyrst í henni langa lengi, hafði reyndar smá afsakanir í kringum páskana en nú eru prófin búin og ég heimta pistil.
Hvernig er það líka með þessa borgaraferð okkar, ætla einhverjir fleiri en ég, kata, sirrý G og sigrún að fara? En hvað sem þið gerið þá ætla ég út í haust. Óska eftir viðbrögðum frá ykkur um fyrirhugaða ferð.
Hjá mér er nú lítið að frétta, ég er reyndar búin að vera ógesslega dugleg í dag, en eftir vinnu skellti ég mér í golf og svo sund á suðureyri þar sem mar lét sólina grilla sig aðeins, en mér skilst á öllu að ég eigi ekki metið í pottalegu þar sem verðandi íþróttarkennari (ónefndur að sjálfsögðu) lá aðeins þrjá tíma í dag í pottinum á vatninu góða, geri aðrir betur.
Sumarið hjá mér verður bara eintóm vinna og enginn skemmtun. Reyndar er fyrirhuguð ein borgarferð í brúðkaup og ein sumarbústaðarhelgi, en annars verður mar bara í sælunni á Ísafirði allar helgar að vinna og vinna og ekkert djamm (aumingja ég ). Vona samt að þið sunnlendingar mætið e-ð í fjörið í sumar til mín.
jæja þetta er nú orðið ansi langt þannig að ég kveð bara hérna frá Suðueyri city og vona að það fari að lifna yfir síðunni okkar
kærlig hilsen

Sunday, April 25, 2004

Hæhó!!!
Bara að láta vita að ég er enn á lífi......búin að vera frekar löt að setjast niður og skrifa inn á síðuna.
Það er allt fínt að frétta af mér, brjálað að gera í skólanum, skýrlsur og aftur skýrslur sem maður þarf að skila núna í vikunni, en þetta verður allt saman búið á miðvikudaginn og þá tekur upplestarfrí við og prófin byrja svo á mánudaginn. Verð í prófum fram á 14 maí og þá verður nú gott að fara í sumarfrí:)
Ætla að vera fyrir vestan í sumar að vinna, í kirkjugörðunum, svo verðum við Kiddi Flosa með leikjanámskeið fyrir krakka 6-12 ára og svo verð ég örugglega að vinna aðra hvora helgi með fatlaða þannig að það verður nóg að gera...!!

Er svo ekki stefnan tekin á borgarferð í haust?? Hvað segir mannskapurinn um það???

Annars bið ég bara að heilsa öllum.............kv Sirrý

Monday, April 19, 2004

Sælar

Það er aldeilis rólegt yfir þessari síðu hérna. Eru allir svona uppteknir að enginn tími gefst fyrir skriftir og syndajátningar?

Ég skemmti mér mjög vel fyrir vestan um páskana og það var frábært að hitta alla... eða næstum því en Halldóra passaði nú upp á að ég hitti þá ekkert of mikið sem voru ekki á vinsældarlistanum á Írafársballinu hehehe

Ég segi annars bara takk fyrir góðar stundir, þetta hljómar nú eins og jólakort.. það var alla vega gaman.Farið svo að tjá ykkur hérna - það vantar góða penna.

Wednesday, April 07, 2004

Hæ hó dilli dó gott er að borða gulrætur...

Mikið er þetta nú frábært að sjá nýjan pistil hérna, það er greinilegt að fleiri eru í fíling en ég. Ég fer nú reyndar varlega með vín og svoleiðis... en það er gott að djamma og djúsa Sjallanum í og líka í félagsheimilinu. Ég er að fara á voða fína árshátíð í kvöld, byrja í VIP partýi á 8. hæð á Nordica (gvöð maður er svo merkilegur). Svo er bara stefnan tekin vestur (þegar maður fer á fætur) á morgun.

Katrín það er laust pláss... Þú þarft ekkert að læra, þú kannt þetta allt

Hitti Aldísi um síðustu helgi og hún bað að heilsa öllum fyrir vestan síðan í gamla daga.

Góðan og blessaðan daginn;
mar fær bara skot á sig hérna á síðunni og ég læt nú ekki skjóta á mig án þess að svara fyrir mig.
Mér finnst samt við Sigrún og Sirrý G vera duglegastar að skrifa þó að Kata hafi nú laumað inn orði og orði.
Ég verð nú að koma því að hve "frábær" síðan hjá kaupfélagsstjóranum er, mar brosir allavega út í annað við lestur hennar, gott framtak Snæþór.
Hjá mér er nú ekki mikið að frétta frekar en vanalega, en ég get þó komið með eina frétt sem þið eruð örugglega flestar búnar að heyra en ég er kominn inn í Bifröst á næsta ári og búin að borga staðfestingargjaldið, og er ég bara nokk sátt við það. Þannig að á næsta ári verð ég komin nær ykkur á suðurlandinu og þið megið búast við mér í tíu annars slagið...
Ég tók smá forskot á páskana í gær og fékk mér nokkra öl eins og við segjum í danalandi, en hérna á Ísó eru staddir þrír gæjar úr Arhús sem ég þekki og er mar á fullu að rifja upp dönskuna, en hún virkar betur hjá mér eftir nokkra..
Svo er planið að kíkja til strákana aftur í aften og borða e-ð saman og skella sér svo á ball. Þannig að ég er bara bissý(eins og Sigrún orðaði það) við að djamma og djúsa þessa dagana en það tekur nú allveg ágætlega á.
Heiða sagði mér það að það væri planaður hittingur á föstudaginn, áður en haldið verður á Írafársball í Hnífsdal, en þar sem danirnir eru staddir hérna núna þá ætla ég að nota tímann með þeim en aldrei að vita nema mar kíkki á ykkur ef þið verðið öll saman einhversstaðar nálægt. En ég sé ykkur allavega á ballinu ef ekki fyrr..
se yaa

ps: Katrín mín, vertu nú dugleg að læra og mundu að það koma aðrir páskar eftir þessa páska.......

Tuesday, April 06, 2004

Halló halló halló á ekki að skrifa meir?

Hvernig er það nú, er enginn að tjá sig neitt þessa dagana????

Túnerinn er greinilega mjög bissí við annað...

Eru ekki allir komnir í páskaskapið og allt? Eins og fram kemur á minni víðfrægu heimasíðu (yfir 60 heimsóknir) þá er ég búin að vera í föstudagsfílingnum alla vikuna. Svo er ég líka að fara á árshátíða Flugleiðahótela á morgun á Nordica hótelinu og svo er Írafár á föstudag skippí!!!

Arndís er farin vestur í sæluna og ætlar að fara að sjá Benedikt búálf og mannabarnið á setningu skíðavikunnar á morgun.

Hlakka til að hitta liðið og sjá líka meiri skrif á síðunni

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)