<$BlogRSDUrl$>

Tuesday, January 27, 2004

Sælar gellur
Mikið er nú gaman að ég sé ekki sú eina sem skrifar hérna, en nú vantar bara Katrínu, Hörpu, Heiðu og Helenu aðgang svo við getum allar skrifað (veit reyndar að það gegnur e-ð illa hjá Kötu að komast inn, en það vantar netföngin hjá hinum).
Við stöllur hérna á Ísó ætluðum að gera okkur glaðan dag(eða kvöld) í kvöld og skella okkur á kaffihús en þar sem við erum í menningarbæ dauðans þá var eina kaffihúsið hérna akkúrat lokað í kvöld - lokað á Þriðjudögum - við alltaf jafn heppnar að hitta á þetta kvöld af öllum kvöldum vikunnar. En þar sem við vildum ekki setjast inn í Sjallann (við sama borð og e-r ældi á síðustu helgi) skelltum við okkur bara á cafe Hörpu og fengum þar dýrindis megrunarfæði, sem var bara mjög gott enda erum við allar í átaki eftir þessu miklu át-jól og áramót. Var það bara mjög gaman og var mikið spjallað, og komumst við að þeirri niðurstöðu að okkur er farið að langa í brúðkaup....þannig að þið sem eruð komnar með trúlofunarhring og eruð ekki giftar, endilega farið að drífa í þessu, ég er ekki enn búin að gefa brúðarmeyjardrauminn í tigerkjólnum upp á bátinn og ég veit að Katrín bíður líka spennt eftir því enda var þetta hennar hugmynd upphaflega.
en jæja annars er lítið að frétta, atvinnumálin ganga svona lala hjá mér, þetta gengur en gengur hægt, ég verð sennilega farin að vinna á 10 vinnustöðum ef þetta heldur svona áfram, en annars er alltaf e-ð að gera á Kátu Krullunni, sem betur fer.
jæja þetta er bara komið gott hjá mér í bili
kveðja frá atvinnulausa stúdentnum á Ísó

Sunday, January 25, 2004

saelar gellur ,hvad er ad fretta af ykkur ,vid flosi vorum i svaka veislu i dag hja arndisi ran ,flosi var i essinu sinu aetladi ekki ad na honum heim allt gott af okkur bidum bara spennt eftir ad flytja i nyja husid bid ad heilsa ykkur kv sirry flosa

Saturday, January 24, 2004

Hæhæ, mikið er nú gaman að sjá hvað er að lifna yfir síðunni okkar. Mig vantar ennþá e-mailin hjá Sirrý, Hörpu, Heiðu og Helenu til þess að geta sent þeim boð svo þær geta farið að setja pistla inn á síðuna.
Það er allt fínt bara að frétta af mér, er ennþá í sælunni á Ísafirði, en það er reyndar farið að styttast í annan endann á þessu hjá mér aðeins ein vika eftir að æfingakennslunni. Það er bara búið að ganga fínt að hafa hemil á þessum krökkum, þetta eru ágætis grey:) Svo fer ég suður á sunnudaginn 1.feb og skólinn byrjar svo bara strax mánudaginn 2.
En ég var að taka aðeins til í herberginu hjá mér um daginn og rakst þá á möppuna með reglum klúbbsins og fannst mér þær frekar skondnar og ákvað að setja nokkrar af þeim inn á síðuna!! Og minni á að þær eru nú enn í gildi!!

2.a Klúbbmeðlimir skulu mæta á fund í sérstökum einkennisbúningum, sem eru matrósuföt, og með bláa slaufu hnýtta um hárið.
2.g Hreinlæti er æskilegt. Meðlimir skulu baðast um allan kroppinn, minnst sólahring fyrir fund.
3.æ Andlitsförðun skal vera í lágmarki. Aðeins er leyfilegt að nota vörur frá "Elizabeth Arden" (nema viðkomandi sé með ofnæmi fyrir þessari vörutegund,ef svo er getur viðkomandi sótt um skriflegt leyfi til f.k.)
3.r Ilmvötn skulu einnig vera höfð í lámarki. Leyfilegt er að úða mest á sig tveimur sprautum, vegna nálægðar við hráefnið
.

Þetta var svona smá sýnishorn fyrir þær sem voru búnar að gleyma reglunum:)
En ég sendi Arndísi afmæliskveðjur og því miður kemst ég ekki í kaffi þetta árið:)


Friday, January 23, 2004

Halló halló og gleðilegt ár og allt!


Það er nú ekki hægt að láta atvinnuleysingjann rúla bara hérna á síðunni þó að við hinar þjáumst af ritstíflu svo það er um að gera að skrifa bara um ekki neitt.....

Það er annars allt nokkuð gott að frétta, Arndís átti 3 ára afmæli í gær og ætlar að halda upp á það á sunnudaginn milli kl: 4 og 6. Félagar súrsæta gelluklúbbsins eru velkomnar í kaffi og veitingar.

Útsalan er hafin í Össuri og ef ykkur vantar íþróttaskó eru þeir á góðum afslætti (hvað gerir maður ekki til að auglýsa frítt!!!) svo erum við líka með Teva og Ecco á útsölu.

Nú er ég alveg að fara að geta ekki skrifað meira þannig að ég segi bara bless og verið hress og ekkert stress....

Monday, January 19, 2004

Sælar stúlkur, nú þar sem ég er eina sem er atvinnulaus í augnablikinu verð ég duglegust að skrifa inn á síðuna okkar enda hef ég ekkert annað að gera.
En það er reyndar ekki allveg satt, það hefur sjaldan verið eins mikið að gera hjá mér eins og þessar tvær vikur sem ég hef verið atvinnulaus. Í dag skelltum við Sirrý okkur á skíði í æðislegu veðri og færið var geggjað. Og þið vitið hvernig þetta er þegar mar er í lyftunni, ekkert annað að gera en að dást að náttúrunni en mar verður leiður á því eftir nokkrar ferðir og fer að hugsa. Það gerðist einmitt hjá mér í dag (já ótrúlegt en satt þá fór ég að hugsa), og ég var búin að hugsa út svo flottan pistil sem ég ætlaði að setja inn á síðuna þegar ég kæmi heim en þá var netið auðvitað eitthvað klikk og núna nokkrum klst seinna og eftir puðið í stúdíóinu og á blakæfingu er ég gjörsamlega tóm í hausnum.
En ég reyni að bulla mig eitthvað út úr þessu enda er ég nú ekki þekkt fyrir að geta ekki bullað.
Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir allar kveðjurnar sem ég fékk frá ykkur á útskriftardaginn, en þetta var mjög furðulegur dagur fyrir mig þar sem ég var búin að halda veisluna. En eftir athöfnina var ég bara gestur í veislu hjá Esther sem var líka að útskrifast (vorum tvær svona gamlar), en ég hélt svo smá matarboð um kvöldið, svona bara til að gera eitthvað.
Ég er núna búin að vera atvinnulaus stúdent í viku og ég er orðin soldið þreytt á ástandinu, það liggur við að mar þurfi að herma upp á vinkonurnar sem sögðust getað reddað mér vinnu í bænum :)!bara spurning með dvalarstað. Ég á þó enn fjólubláa kúlutjaldið sem ég fékk í fermingargjöf (notað mikið í dammferðum t.d. varmahlíð í denn), er ekki fínt tjaldstæði í Laugardalnum, allavega stutt í ræktina.
En ég er enn að skoða möguleikana, ég var nú komin hálfa leið til Koben um daginn en það voru aðeins rúmlega 200 sem sóttu um það jobb svo ég fékk það því miður ekki. Eftir að ég fékk þessa flugu í hausinn er ég búin að vera allveg veik og langar mig ógesslega mikið að fara aftur til Danaveldis enda er síðasti séns að ná í Frikka krónarprins, hann er að fara að gifta sig í mai.
En svo er það alltaf hin yndislega Balestrand, en það yrði ekki fyrr en í Apríl en ég stefni á að vera annaðhvort á íslandi eða í danaveldi í sumar.. hver veit hve desperate ég verð orðin í apríl ef ég verð enn atvinnulaus aumingi á Ísó, þetta verður bara að koma í ljós.
En jæja þarf að koma mér í bælið, þarf að vakna snemma á morgun, fékk tímabundna vinnu í eina eða tvær vikur hér í bæ svo ég ætla að hætta í bili, en ég kem aftur.......ég kem alltaf aftur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
eins og þeir segja í kóngsins koben
kærlig hilsen og god natt.

Friday, January 09, 2004

Sælar stúlkur og gleðilegt nýtt ár.
Mér var hótað að ég fengi ekki aðgang að síðunni ef ég myndi ekki setja inn pistil í þessari viku þannig að loksins kemur smá pistill frá mér, en sökum mikilla ritstíflu og vegna mikilla anna sem atvinnuleysingi hef ég ekki séð mér fær að gera þetta fyrr.
En núna eru semsagt ég og Sigrún komnar líka með aðgang og vonandi sendi þið Sirrý netfangið ykkar sem fyrst svo allir geta verið með. Það var gaman að sjá í Desember hvað var mikið líf yfir síðunni og þá gátum við fylgst með hvað væri í gangi hjá klúbbmeðlimum og er það von mín að við höldum áfram að tjá okkur á þessari frábæru síðu!!!
En nú er komið nýtt ár og vonandi verður þetta árið sem við förum til útlanda en ég veit ekki betur en að það sé stefnan. Söfnunin gengur svona upp og ofan enda er þetta bara undir hverjum og einum komið hvað hann vill leggja fyrir. En vil ég samt nota tækifærið og minna á reikningsnúmerið okkar sem er: 0156-05-64356 (kt mín; 2205773769), ef einhverjir vilja leggja inn.
Stóri dagurinn er hjá mér á morgun og mun ég loksins útskrifast úr Menntaskólanum á Ísafirði enda er þetta búið að taka heldur langan tíma, ég byrjaði reyndar í Framhaldskóla Vestfjarða, eins og hann hét þá, 1993 þannig að þetta er næstum búið að taka 11 ár, geri aðrir betur!!!
Ég þakka kærlega fyrir útskriftargjöfina frá ykkur öllum og mun ég verða dugleg að smella af þegar við hittumst næst og setja inn á síðuna.
jæja ég ætla að vona að þetta dugi til að ég fái áfram aðgang að síðunni en vonandi hafið þið allar (og karlmennskan auðvitað líka) sem allra best eftir jólin og áramótin.
venlig hilsen fra Ísafirði.

Sunday, January 04, 2004

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!!!

Ég vona að allir hafi skemmt sér vel um jól og áramót. Það voru mikil rólegheit hjá okkur á gamlárskvöld en svo fórum við á djamm þann 2. jan á árshátíð Versala. Annar í jólum - ballið var svo mjög fínt.
Ég trúi varla að þetta yndislega langa frí sé að verða búið, en það verður svo sem ágætt að fara að lifa hinu venjulega lífi aftur og hætta t.d. hinu mikla áti sem fylgir.

Við heyrumst hressar

Kveðja Sigrún

Thursday, January 01, 2004

GLEÐILEGT ÁR ALLIR SAMAN OG VONANDI MUNIÐ ÞIÐ EIGA GOTT ÁR 2004

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)