<$BlogRSDUrl$>

Sunday, December 28, 2003

Síðbúin jólakveðja
Jæja þá er nú aðeins liðið á jólin, allar búnar að borða á sig gat og allt sem tilheyrir jólunum.
Nú Heiða og Kiddu buðu heim til sín í partý á annan í jólum og var það mjög skemmtilegt og þar mættu Sirrý og Sirrý, Halldóra, Sigrún og Snæþór og svo síðast en ekki síst Katrín og Óli. Þannig að það vantaði aðeins Helenu og svo Hörpu en þær sáu sér ekki fært um að mæta, aðeins of langt fyrir þær að koma úr Árbænum og svo að Norðan en þar dvaldi hún Harpa um jólin en hún er nú væntanleg heim fyrir áramótin og ætlar að eyða þeim hérna Vestur á fjörðum. En þetta var aldeilis skemmtilegt partý og svo var haldið á ballið í sjallanum þar sem BMX sáu um að skemmta fólkinu.
Nú daginn eftir var hún Halldóra búin að bjóða heim til sín í fyrirfram útskriftarveislu þar sem hún mun útskrifast úr Menntaskólanum á Ísafirði þann 10 Jan næstkomandi þrátt fyrir brösulega byrjun. Þar voru kökurnar og kræsingarnar í röðum og vorum við öll mætt þar hress og kát og börnin með í svaka stuði.
Katrín og Óli og Sigrún og Snæþór ætluðu svo að halda suður á leið keyrandi í dag og vona ég að allt hafi gengið vel hjá þeim.
Vonandi hafið þið það öll gott það sem eftir er af hátíðinni og svo ekki sé talað um áramótin.
En rétt áður en ég kveð þá á hann Snæþór afmæli í dag og fær hann bestu kveðjur frá okkur öllum, til hamingju Snæþór!

Wednesday, December 10, 2003

Sælar stúlkur!
Mikið er nú gaman að það sé að lifna yfir síðunni okkar, flestar farnar að tjá sig, en vantar ennþá "komment" frá fleirum en við nefnum engin nöfn en það eru Harpa, Helena, Heiða og Sirrý Fl!!!!! Stelpur endilega að taka þátt..............
Jæja þá hefur Halldóra lokið sínu síðasta prófi í MÍ og vil ég óska henni til hamingju með það. Eins og kom fram hérna á spjallborðinu er Sirrý F búin að festa kaup á villu í Kópavogi, til hamingju með það Sirrý og fjölskylda.
Gaman að heyra að margir ætla að skella sér í höfuðstað Vestfjarða um jólin bara gaman að því.
En það þýðir ekkert að vera að hanga á netinu þegar skólabækurnar bíða, bara eitt próf eftir hjá mér,sem betur fer, svona prófatarnir geta verið ósköp þreytandi ég verð nú bara að viðurkenna það.
Nóg um það í bili, höldum áfram að tjá okkur.......
Kv Sirrý tölvunörd

Monday, December 08, 2003

góðir hálsar.....
það virðist eitthvað ganga illa að senda meðlimum klúbbsins boð svo að allir geti skrifað inn á síðuna en það hlýtur að koma með kalda vatninu eins og allt annað.
Nú það sem að flestir meðlimir eru í prófum þessa dagana er lítið að gerast á síðunni. Við setjum allt í gang hérna eftir áramótin og þá geta vonandi allir tjáð sig.
Nú fyrst þetta er martarklúbbur þá býst ég við að allar okkar eru búnar að henda í a.m.k 5 smákökusortir og ekki má gleyma jólakonfektinu sem hún Sigrún stóð sig svo vel í um daginn.
Ég vil benda þeim á sem ekki vita að ég Sirrý og Anna Fía herbergisfélagi minn erum með skemmtilega síðu þar sem þið getið fylgst með það sem við tökum okkur fyrir hendur en slóðin á hana er http://www.vambirnar2.blogspot.com endilega kíkið við þar.
En ég kveð í bili, vonast til að sjá ykkur sem flestar á Ísafirði um jólin í stuðinu.....


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)