<$BlogRSDUrl$>

Wednesday, November 19, 2003

Sælir klúbbmeðlimir
Vil ég bara byrja á því að bjóða ykkur velkomnar í þessa fallegu og yndislegu heimasíðu sem hún frú Sigríður Íshólm hefur sett upp fyrir okkar ástkæra matarklúbb.
Nú á tíðum fara flest öll samskipti í gegnum tölvu eða farsíma og getum við ekki verið hinum meðal Jóni eftirbátur og munum við því héðan í frá eingöngu hafa samskipti okkar á milli á þessu formi og er það von mín að allir klúbbmeðlimir verða virkir í að skrifa inn á síðu þessa eða bara á spjallborðið sem frúin á Vatninu setti inn.
Gaman gæti líka verið ef einhverjir vildu setja myndir inn, af afkvæmunum eða einhverjum samvistum okkar klúbbfélaga, eins og t.d tók Frú Sigrún nokkrar myndir bæði í sumarbústaðarferð og þegar við hittumst á laugardaginn síðastliðinn á heimili hennar.
Er stefna okkar að fara í borgarferð næstkomandi haust og hittumst við því á Laugardagskvöldið heima hjá Sigrúnu eins og áður var getið um, og ræddum við þetta okkar á milli og er því ekki neitað að komin sé smá spenningur í mannskapinn, þrátt fyrir að ca 10 mánuðir eru í þetta eða 300 dagar og 13klst,( ekki það að ég sé byrjuð að telja niður!).
Var ákveðið að söfnunin væri frjáls, hver klúbbmeðlimur leggur inn á reikning okkar eins og hann vill, í hverjum mánuði eða eins oft og hann vill. Ef til vill munum við fylgjast með því hérna á síðunni hvernig það gengur, ef allir samþykkja það, en það er eitthvað sem á eftir að koma í ljós síðar.
En er það von okkar formannana að þessa síða verði okkur til yndisauka og mun jafnvel lýsa upp dimmt skammdegið.
með kærri kveðju frá Ísafirði
Halldóra

Tuesday, November 18, 2003

Ég er að vinna í því að fá lykilorð fyrir alla meðlimi svo allir geti nú tjáð sig hérna og skrifað inn pistla. Bið að heilsa í bili....Sigríður vefstjóri

Sunday, November 16, 2003

Jæja stúlkur, þá er loksins komin í gang heimasíða hjá þessum æðislega klúbbi. Vonandi verðum við nú duglegar að tjá okkur hérna og auðvitað plana borgarferðina...:)

testing testing 1,2,3

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)